þriðjudagur, 7. október 2003

Undur og stórmerki! Stórmerkið er að undirheimar.net eru opnir í dag en þeir hafa verið opnir að meðaltali einn dag í viku síðasta mánuðinn. Undrið er hinsvegar það að í fyrsta sinn frá því að undirheimar.net opnuðu birtist mynd af mér þar. Hér getið þið séð mig ásamt Jón bónda. Við erum með svo svipuð eyru á myndinni að mér finnst rétt að benda á að ég er þessi til hægri og Jón er þessi til vinstri auðvitað.
Ég var tiltölulega edrú á þessu balli, takandi myndir sjálfur og minnist þess ekki að hafa látið taka mynd af mér. Kannski stóðum við bara svona og vissum ekki af því að það væri verið að taka mynd.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.