fimmtudagur, 2. október 2003

Ég náði þeim merka áfanga að hringja í símanúmerið "*" (stjarna) sjö sinnum í röð á ca tólf sekúndum á gsm símanum mínum í morgun. Þannig er mál með vexti að til að læsa símanum þarf að ýta á MENU og síðan "*" niðri í hægra horninu. Ég hinsvegar ýtti á "*" og svo á MENU sem olli því að ég hringdi í staðinn og ekki einu sinni heldur eins og áður segir, sjö sinnum í röð. Undir lokin áttaði ég mig á því að ég var of þreyttur til að læsa honum og gafst því upp.

Smá ævintýri í morgunsárið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.