mánudagur, 13. október 2003

Ég hrökk heldur betur í kút þegar ég gekk fyrir horn og ætlaði mér inn í Háskóla Reykjavíkur í morgun. Fyrir utan útidyrahurðina voru staddir tveir menn, klæddir í hermannastakk, með hermannahúfu og grímu, beinandi að mér byssu. Ég gerði reyndar meira en að hrökkva í kút, ég tók andköf, hrökk til baka og ég er ekki viss en ég held ég hafi hrópað "Detti mér allar dauðar lýs úr höfði" eða eitthvað minna gáfulegt. Þegar ég fékk sjón aftur sá ég að þetta voru aðeins uppklæddir litaboltanyrðir (paintballnerds), auglýsandi litabolta á svæðinu næstu daga.
Viðbrögð mín virtust koma mönnunum á óvart og þegar ég gekk á milli þeirra inn í skólann var einn nægilega vinsamlegur til að heilsa mér með 'hæ'i. Ég hélt "kúlinu" rétt á meðan en þegar inn var komið fór ég beint á salernisaðstöðuna og fékk létt og skemmtilegt taugaáfall.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.