mánudagur, 13. október 2003

Það er ágætt að setja sér einhver mörk í öllu, bæði lágmark og hámark. Í vetur setti ég mér t.d. það lágmark að ná öllum áföngum í háskólanum og í mesta lagi að ná 8 í hverjum áfanga því ég vil ekki fá nördastimpilinn á mig. Skammtímamörk eru líka mikilvæg. Daglega set ég mér það lágmark að skrá tvær færslur/fréttir inn á þessa dagbók mína og um leið það hámark að hætta umsvifalaust að blogga þann daginn um leið og byrjar að blæða úr augunum. Þetta er því lokafærsla dagsins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.