föstudagur, 3. október 2003

Eins árs afmæli!


Í dag, 3. október, á veftímarit þetta eins árs afmæli. Af því tilefni hef ég breytt útlinu á síðunni. Nú hefur hún, eins og þið sem þekkið litina í sundir sjáið, fjólubláan blæ í stað þess bláa sem áður réði hér ríkjum. Til hamingju með afmælið ritnefnd!

Það má því segja að ég hafi varið næstum því fjórum prósentum af ævi minni í að vera með bloggsíðu eins og það kallast. Að hugsa með sér. Þegar ég byrjaði með þetta að ég hélt að ég myndi hætta þessari vitleysu fljótlega, eins og sjá má hér. Ekki óraði mig fyrir því að auglýsingatekjurnar af síðunni myndu halda mér gangandi ári síðar.

Ekki nóg með að ég setji blöðrur efst og óski sjálfum mér til hamingju með daginn heldur ætla ég að bjóða lesendum hérmeð upp á fyrsta og annað finnur.tk tölvuveggfóðrið (wallpaper). Fyrra veggfóðrið er fyrir þá sem eru svartsýnir að eðlisfari og líta heiminn dökkum augum og það síðara er fyrir þá bjartsýni sem sjá alltaf það góða í öllu. Hægri smellið á aðra myndina (eftir að þið opnið hana auðvitað) og veljið "set at background" og voilá, þið hafið mig í andlitinu á ykkur allan daginn.

Framtíðin er björt, rétt eins og fortíðin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.