föstudagur, 10. október 2003

Eftirfarandi frétt er byggð á sönnum atburðum:

Sá fáheyrði atburður átti sér stað í morgun að kvenkyns nemandi settist við hlið mér í fyrirlestrunum sem fram fóru í sal 103. Þetta hefur ekki gerst síðan ég var í fjórða bekk grunnskólans en þá settist við hlið mér stúlka af einskærri neyð þar sem öll sætin voru upptekin. Það hefur svo ekki gerst síðan. Viðbrögð mín voru blendin. Annars vegar var þetta skemmtileg lífsreynsla því stelpan var fögur ásýndum og lyktaði vel, hinsvegar er ég hvorgt; fagur ásýndar eða vel lyktandi auk þess sem ég þurfti að sleppa því að leysa vind og segja sitthvað heimskulegt sem oft fær að fjúka þegar strákar eru nálægt. Undir lokin varð spennan of mikil, ég brast í grát og hljóp út.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.