fimmtudagur, 9. október 2003

Dagurinn í dag, 9. október 2003, er merkilegur fyrir margar sakir. Til að byrja með þá fæddist sonur hans John Lennon þennan dag 1975 ef ég man rétt. Sama dag fæddist bróðir minn, Styrmir Freyr, og óska ég honum til hamingju með daginn og ríflega það.

Í dag á einnig skeggsöfnun Bergvins Blúsara eins árs afmæli en þennan dag mældist skegg hans nægilega langt til að kallast því nafni. Hann rakaði það svo burt stuttu seinna, án þess að gefa útskýringu og hefur ekki lagt í aðra söfnun síðan.

Hér eru nokkrar myndir frá skegginu þegar það var upp á sitt besta:
Skeggið frá skemmtilegu sjónarhorni
Skeggið fór vel með vínrauðum trefli
Skeggið með Angelinu Jolie
Skeggið að hössla.

Skeggið skildi eftir sig einn Bergvin, eina skegggreiðu og 12 reiða aðdáendur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.