þriðjudagur, 10. júní 2003

Um helgina hlustaði ég á þátt Baldurs Hans á xinu í gegnum netið. Þar spilaði hann lag sem heitir 'Diamonds and guns' með The Transplants og var það í fyrsta sinn sem ég heyri það lag. Ég tók þó andköf þegar ég heyrði textann en hér getið þið lesið hann. Ég hjó eftir þessum línum:

bombs going off in Sierra Leone
taken more shots than Karl Malone


Þessi Karl Malone sem um ræðir er besti kraftframherji sem um getur í sögu körfuboltans og hann spilar fyrir Utah Jazz sem er mitt uppáhaldslið. Það vill svo skemmtilega til að Utah Jazz er ekki bara uppáhaldslið Baldurs heldur er Karl Malone fyrirmynd hans. Hann hafði þó ekki hugmynd um þennan texta fyrr en ég benti honum á hann. Svona getur mannskepnan verið merkilegur andskoti, einhverra hluta vegna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.