föstudagur, 6. júní 2003

Samtökin 'Smiðir gegn klámi' hafa fengið mig til að setja upp viðvörun hérna vegna eftirfarandi texta. VARÚÐ, í eftirfarandi texta hefur verið settur hlekkur á myndir sem flokkast undir argasta klám og viðbjóð.

Ég vil gjarnan fá að vita hvað gerðist á síðasta fylleríi mínu sem fram fór fyrir næstum 2 vikum. Hér eru komnar myndir á netið, en að sjálfsögðu neita ég staðfastlega því að hafa tekið þátt í þessu. Svo hefur myndunum verið breytt í photoshop, andskotinn hafi það! Ég held ég hefði munað eftir því að hafa nuddað karlmann með svona rosalega brjóstvöðva.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.