laugardagur, 28. júní 2003

Helgin komin sem þýðir að ég verð að slá garðinn á skattstofunni fyrir yfirvinnupening. Merkilegt hvað gras vex hratt, ég sló þetta síðast fyrir 12 dögum síðan. Þetta er svosem ágætt, fín afsökun fyrir að vera úti.

Tók annars gærkvöldið í sjónvarpsgláp, aldrei þessu vant og horfði á American outlaws, sem er bæði barnaleg og vitlaus og fær ca 1 stjörnu af 4 frá mér. Hin myndin sem ég horfði á var Charlies Angels. Hún er öllu skárri enda á hún að vera barnaleg og vitlaus. Sum atriðin eru mjög flott og svo auðvitað jaðrar þetta við klám þegar kroppasýningin stendur sem hæst. Charlies Angels fá 3 stjörnur af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.