laugardagur, 14. júní 2003

Gærdagurinn var sérstakur. Eftir vinnu kl 16:00 fór ég á rúntinn með frænda mínum Eika frænda (heitir í höfuðið á frænda sínum) í rúma 2 og hálfan tíma. Því næst fékk ég mér ca banana að borða og fiktaði í tölvunni í ca hálftíma áður en ég fór að slá garðinn á skattstofunni. Þar var ég til 22:30, þá var pöntuð pizza og hún étin eftir sturtu. Eftir það bjó ég til 2 verðlaust myndir og ætla að birta þær um leið og msspro.com rusl geymslusíðan mín opnar aftur en þeir hafa verið að skjóta sér undan ábyrgð með allskonar afsökunum. Munir krakkar, aldrei að hlaupa með skæri, berja bróðir ykkar í hausinn með hamri eða versla við msspro.com.
En allavega, fór svo að sofa seint eftir hálft blað af Lifandi Vísindum sem er hörkublað.

Sem minnir mig á það. Kona hringdi í mig fyrir nokkru og bauð mér þrjú blöð af lifandi vísindum fyrir 590 krónur. Auðvitað þáði ég það en hugsaði svo strax á eftir að það hljóti að vera maðkur í mysunni þar sem ég er gríðarlega óheppinn (eða heimskur) með öll smáatriði. Þegar blöðin svo komu bjóst ég við að fá Lifandi Vísunda eða eitthvað svipað en nei, mistökin voru þau að ég fékk reyndar þrjú blöð af lifandi vísindum en auðvitað voru 2 af þeim eins. Dæmigert.

Nú er ég búinn að gleyma af hverju þessi dagur var sérstakur.