fimmtudagur, 5. júní 2003

Ég gerði það að leik mínum í gær að niðurhlaða tónlist ýmiskonar af netinu. Þar á meðal voru diskarnir 'Hvít blóðkorn' og 'Fíll' með Hvítu Strikunum. Ég ítreka meðmæli mín með þeirri hljómsveit.
Þessi grein var í boði Héraðsprent. Héraðsprent - Íslenska er okkar mál.

Þær fréttir voru að berast að Eiríkur Stefán sé að byrja í lögregluliði Egilsstaða í dag. Þá get ég loksins sleppt af mér beislinu með góðri samvisku og brotið lögin enn meira án þess að verða fyrir áreiti lögreglunnar því við vitum öll að Eiríkur er ljúfur sem lamb. Eiríkur, stattu þig strákur. Framtíðin er björt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.