laugardagur, 21. júní 2003

Í þessum nýja kjallara höfum við Björgvin uppgötvað gríðarmikið skordýralíf. Sjálfur myrði ég að meðaltali 1,12 járnsmiði á dag og 0,43 kóngulær á meðan Björgvin fleygir út ca einum járnsmiði (sennilega alltaf sá sami) og myrðir 0,57 kóngulær. Í kvöld funduð við svo nýja gerð af flugu á klósetinu en hún var fínleg með brodd sem hún otaði ákaft að okkur. Hef ég nánast algjörlega losað mig við kóngulóahræðsluna sem hefur hrjáð mig síðustu ca 9 mánuði, eða frá því að kónguló gekk upp í mig á meðan ég dottaði, sælla minninga.

Ef einu járnsmiðamorði fylgir 7 ára ógæfa, eins og mér var kennt í æsku, þá verða næstu 290 árin í mínu lífi óhappaár en eftir það er ekkert nema hamingja og gleði.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.