mánudagur, 23. júní 2003

Enn og aftur horfði ég á myndbandsspólu í gær. Í þetta sinn myndina 'The Guru' sem er sérstök mynd svo ekki sé meira sagt. Hún fjallar um Indverja sem fer til Bandaríkjanna til að slá í gegn en flækist í klámið. Eins og svo oft áður þá leiðir eitt af öðru og ástin bankar á dyr. Söguþráðurinn er barnalegur og vitlaus, leikurinn (sérstaklega hjá Heather Graham) er slappur en það má samt hlægja að þessu og skemmta sér. Fín afþreying auk þess sem Marisa Tomei kemur nánast fram nakin í myndinni. Ein og hálf stjarna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.