þriðjudagur, 3. júní 2003

Eins og alla daga á Egilsstöðum er ýmislegt að frétta. Fyrst ber að nefna vatnsdrykkju mína en á þremur tímum í morgun drakk ég heilan lítra. Þetta telst vera met hér á skattstofunni og þótt víðar væri leitað.

Bandaríkjamenn og Bretar þurfa nú að svara til saka fyrir fjöldamorðin í Írak. Loksins er fólk farið að átta sig. Hvað segja Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og rassasleikjur þeirra núna?

Síðast en ekki síst; í dag klukkan 4:15 fer ég með bifreið mína í Sóldekk og læt taka alla nagla úr honum. Hingað til hef ég verið á nagladekkjunum, eins og ekkert sé, en eins og flestir vita þá er ég áhættusjúklingur og lifi aðeins fyrir daginn í dag. Með þessu uppátæki mínu hefði ég getað fengið amk 15.000 króna sekt. Lifi byltingin!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.