þriðjudagur, 20. maí 2003

Ég sá The Majestic í gær með Jim Carrey í aðalhlutverki. Ég bjóst ekki við miklu og það er akkúrat það sem ég fékk. Myndin fjallar um mann sem ásakaður er um að vera kommúnisti og er settur á svarta listann í landinu þar sem málfrelsi ríkir ásamt allskonar öðruvísi frelsi. Í öngum sínum drekkur hann sig fullan og keyrir út í óvissuna, lendir í slysi og missir minnið.
Þetta er ein af þeim myndum sem gerð er fyrir óskarsverðlaunin en ólíkt öðrum myndum af sömu gerð, vantar eitthvað uppá hjá þessari. Leikararnir standa sig bærilega en söguþráðurinn er ævintýrakenndur. Þetta er samt þægileg mynd og Jim Carrey stendur sig alltaf vel. Síðasti hálftíminn er einn væmnasti kafli í mynd sem ég hef séð en ég fer ekki nánar út í það, enda orðinn klökkur bara á því að nefna það. 2 stjörnur af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.