laugardagur, 24. apríl 2010

Ofbeldis-Olgeir
Aðalhlutverk: Aaron JohnsonMark StrongNicolas Cage og Chloe Moretz.
Bíó og tímasetning: Kringlubíó, salur 3, fimmtudagskvöld klukkan 22:40.
Félagsskapur: Sibbi og troðfullur, pínulítill salur.
Saga myndar: Stráklingur reynir að vera ofurhetja og slær í gegn á netinu fyrir heppni. Í kjölfarið fær hann hrós fyrir hluti sem alvöru, hlédrægari ofurhetjur gera. Upphefst ævintýri.
Fín saga, þó á köflum hún sé vísindaskálsöguleg (t.d. stelpumál hans og hvernig þau leysast. Einnig Hit-girl). 
Leikur: Leikurinn er viðunandi hjá öllum nema Mark Strong (vondi kallinn) og Chloe Moretz (Hit-girl). Þau fá fullt hús stiga.
Svo fangaði þessi stúlka athygli mína. Ekki fyrir leik samt.
Annað varðandi mynd: Myndin er ekki ósvipuð Spiderman myndunum, nema meira ofbeldi og fleiri 11 ára stelpur að stunda fjöldamorð í þessari.
Fróðleikur: Í miðri bíóferð tók einhver hellisbúi fyrir aftan mig upp á því að hnerra aftan á hálsinn á mér. Skemmdi bíóferðina talsvert.
Stjörnugjöf: Ofbeldi, kynlíf, morð, blóð og meira ofbeldi. Virkilega fín mynd, þó það hafi vantað smá blóð og ofbeldi.
3 stjörnur af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.