þriðjudagur, 30. mars 2010

Umtalsvert magn af viðburðum hefur átt sér stað síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Hér er það merkilegasta í niðurtalningu til að viðhalda spennu:

5. Ég tók mér frí frá vinnu á föstudaginn og klifraði Esjuna. Ég segi "klifraði" af því ég fór óvart af göngustígnum og klifraði klettana á toppinn án þess að vita betur. Tók myndir sem ég birti mögulega seinna.

4. Íbúðin sem ég bjó í í Skipholtinu reyndist vera baneitruð og andstyggileg samkvæmt sérfræðingi. Sem útskýrir slæma heilsu mína undanfarið.

3. Ég flutti í gær í íbúð í Kópavogi. Var að flytja kassa og drasl til miðnættis.

2. Á miðnætti í gær veiktist ég og hef legið í ælupest í dag. Ég get ekki ímyndað mér verri dægradvöl en með andlitið í klósetinu, hágrátandi.

1. Ég mætti á körfuboltaæfingu á laugardaginn og stóð mig mjög vel, þó ég segi sjálfur frá.

Ævintýrin halda áfram. Á morgun ætla ég að mæta í vinnuna í fyrsta sinn síðan á fimmtudaginn og reyna að grafa mig úr vinnunni sem hefur hlaðist upp. Spennandi!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.