miðvikudagur, 17. mars 2010

Í kvöld fékk ég gullið tækifæri til að komast í vont skap þegar ég gleymdi að taka nærbol og buxur til skiptanna á körfuboltaæfingu. Ég hata nefnilega að spóka mig nærfatalaus.

Ég dó þó ekki ráðalaus og nýtti mér þekkingu sem skapast hefur í gegnum tíð meiðsli mín til að vefja á mig nærbuxur með teygjubandi.

Teygjubandið kláraðist svo ég neyddist til að teipa á mig hlýrabol og sokka. Ég hlakka ekki til að klæða mig úr þeim.

Áætlunin gekk eftir, ég forðaðist vonda skapið með aðstoð hugvits. Ég held því áfram að vera jákvæði sólargeislinn sem allir elska að gnísta tönnum yfir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.