laugardagur, 20. mars 2010

Hver er munurinn á mér og Andrési önd? Svarið kemur eftir smá frásögn.


Síðustu 10 ár hef ég hlaupið úti og inni, spilað útikörfubolta, dansað og, undanfarið, lyft lóðum í hlaupaskónnum mínum, þar sem þeir eru uppeyddir í gegn. Skórnir heita Adidas Response og eru mér ó svo kærir.

Í nótt pantaði ég mér svo loksins nýja hlaupaskó á Eastbay, bestu íþróttavörusíðu netsins. Það var ekki laust við að ég fylltist sektarkennd yfir því að svíkja gömlu vini mína svona. En ég verð víst að geta hlaupið, án þess að það sé hlegið að mér. Svo þetta var óumflýjanlegt.

Nýju skórnir heita einnig Adidas Response og eru nánast alveg eins og gamla parið.

Þar hafiði það. Munurinn á mér og Andrési önd er enginn. Við pöntum okkur alltaf sömu fötin/skónna og skömmumst okkur ekkert fyrir það. Ég geng reyndar í nærbuxum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.