miðvikudagur, 3. mars 2010

Af öllum bilunum bíls míns (og þær skipta tugum, ef ekki hundruðum), er sú nýjasta bæði einkennilegust og skemmtilegust.

Bilunin lýsir sér þannig að skráargatið á framhurðinni bílstjóramegin datt af bílnum í gærkvöldi þegar ég reyndi að læsa honum. Ég fann skráargatið aftur og tróð því í gatið sem var eftir í hurðinni og læsti hurðinni farþegamegin.

Núna hangir skráargatið hálft úr gatinu og það eina sem ég þarf að gera til að læsa hurðinni er að ýta því inn. Mjög þægilegt. Það poppar svo hálft út þegar ég tek lásinn af.

Ég hefði tekið mynd af þessu ef síminn hefði ekki bilað í morgun. Pant aldrei fá mér gæludýr. Flest sem ég snerti bilar (eða bilast).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.