fimmtudagur, 4. febrúar 2010

Síðustu þrjú ár hefur, gróflega áætlað, þriðjungur umferðarinnar á þessa síðu verið frá google leitinni "Casio-9750G plus hrópmerkt" eða eitthvað í þeim dúr. Á þessari síðu er ekki að finna svar við þessari leit.

Merkilegt nokk þá er þetta meðal þeirra fimm atriða sem ég man frá háskólagöngu minni.

Hrópmerkt er táknað með upphrópunarmerki á eftir tölu og þýðir að hana skuli margfalda með þeim tölum sem eru lægri en hún. Dæmi: 5! = 5*4*3*2*1 = 120

Þetta er m.a. notað í líkindareikningi og getur orðið frekar sóðalegt (og blautt).

Allavega, hér er svarið:
  • Hrópmerkt er factorial á ensku.
  • Grikkir notuðu hrópmerkt í kynlífsathafnir (ath. ýkjur).
  • Í Excel er fallið =fact() notað fyrir þetta.
  • Í Casio-9750G PLUS vasareikninum er það [tala slegin inn] → OPTN → F6 → F3 → F1 → EXE.
Ánægð? Drullið ykkur núna af síðunni minni, háskólanördar!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.