miðvikudagur, 24. febrúar 2010

Afsakið fá skrif undanfarið. Ég hef verið að einbeita mér að því að safna skeggi.

Þegar hingað er komið við sögu hef ég ekki rakað mig í níu daga. Þá þarf bara 75 daga í viðbót svo ég geti talist vera með trúverðugt alskegg. Þá verður gaman að lifa.

Ég heiti því hér með að raka mig ekki fyrr en Tom Green hefur lært að rappa.

Viðbót:Ég raka mig á morgun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.