laugardagur, 2. janúar 2010


Sá stórbrotni atburður átti sér stað í gær að ég kláraði bók sem ég hef verið að lesa síðustu tvo mánuði. Bókin er Deception Point eftir Dan Brown. Þetta er fyrsta bókin sem ég klára á árinu.

Bókin er um konu sem er sérfræðingur í öryggismálum Bandaríkjanna eða eitthvað. Hún er kölluð til af forseta Bandaríkjanna og send á norðurpólinn. Upphefjast exótísk ævintýri.

Þetta er fjórða bókin eftir Dan Brown sem ég hef lokið. Hér er listinn, besta bókin efst og sú versta neðst:

1. The Da Vinci Code (Ísl.: Kóði Kjarvals)
Æsispennandi bók með skemmtilegum samsæriskenningum. 3,5 stjörnur af 4.

2. Deception Point (Ísl.: NASA fer á kostum)
Grunsamlega spennandi bók. 3 stjörnur af 4.

3. Angels & Demons (Ísl.: Englar og sjálfstæðismenn)
Ekki ósvipuð The Da Vinci Code, nema verri. 3 stjörnur af 4.

4. Digital Fortress (Ísl.: Stafrænt Virki)
Fín bók, bara pínu vitlaus. 2 stjörnur af 4.

Ef einhver á nýjustu bók Dan Brown, The Lost Symbol (Ísl.: Hringur Tankados.) og vill lána mér hana þá er hinn sami beðinn um að senda mér hana á e-mailið finnurtg@gmail.com.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.