fimmtudagur, 3. desember 2009

Ég skulda tvöfalda afsökunarbeiðni. Annars vegar fyrir dónaskap og hinsvegar fyrir að valda því að Óli Rúnar meðleigjandi hefur verið litinn hornauga það sem af er vikunni.

Dónaskapurinn átti sér stað á sunnudaginn þegar ég var nýsofnaður eftir að hafa innbirgt eitur í talsverðu magni á börum miðbæjarins.

Til að komast yfir eituráhrifin er gott að liggja sofandi, þar til líkaminn nær að vinna úr áfenginu umræddu eitri. Það var því skiljanlegt að ég hafi öskrað "Viltu hætta þessum helvítis hávaða!" frekar hátt á nágranna minn á efri hæðinni, þegar hann hófst handa við að berja eitthvað (eða einhvern) með hamri.

Ég skulda honum afsökunarbeiðni af því þetta gerðist á hádegi, svo hann var í fullum rétti. Fyrirgefðu.

Seinni afsökunarbeiðnin fer til Óla Rúnars fyrir að hafa bætt við "P.s. Ég heiti Óli!". Afsakaðu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.