föstudagur, 28. ágúst 2009

Ýmsar smápælingar dagsins:

* Á einum tímapunkti í hádegismatnum í dag átti ég einn Kit Kat fingur eftir en bara hálfan sopa af kóki. Löng saga stutt; það endaði ekki vel.

* Í gærkvöldi sá ég myndina Casino Royale með Daniel Craig sem James Bond. Að bera saman gömlu James Bond myndirnar við nýju James Bond með Daniel Craig er eins og að bera saman epli og mjög góðar spennumyndir.

* Mér finnst mjög líklegt að fyrirsagnir morgundagsins í blöðunum verði: "Maður deyr úr vöðvabólgu. Náði að spá fyrir um dauða sinn á blogginu sínu daginn áður."

* Súkkulaðið Villiköttur kostar 189 krónur í mötuneyti 365. Mér finnst líklegt að 60 minutes taki þetta fyrir á næstunni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.