miðvikudagur, 19. ágúst 2009

Það lítur út fyrir að ég sé veikur og hef verið síðustu tvo daga. En það þýðir ekki að vera neikvæður. Ég lít á þetta sem tækifæri til að bæta met.

Eftirfarandi met hef ég slegið í þessum veikindum:

1. Ég sofnaði fimm sinnum í gær. Fjórum sinnum í sófanum og einu sinni í rúminu. Fyrra metið var tvisvar sinnum.
2. Ég horfði á sjónvarpið í 10 tíma og 22 mínútur í gær. Fyrra metið var 37 mínútur.
3. Í dag skrifaði ég eina bloggfærslu um veikindamet mín. Fyrra metið var núll.

Því miður er þessum veikindum að ljúka, svo ég bæti líklega ekki mikið fleiri met.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.