fimmtudagur, 2. júlí 2009

Rétt í þessu þutu hjá glugganum mínum í vinnunni, á að giska, 2-3 löggu-, slökku- og/eða sjúkrabílar með sírenurnar á fullu.

Af hverju veit ég hvorki hversu margir bílarnir voru né hvaða gerðir þetta voru? Af því ég leit ekki út um gluggann, þrátt fyrir mikla löngun. Svo mikla að ég beit neðri vörina til blóðs.

Samkvæmt skilgreiningunni* er ég þarmeð hættur að vera utan af landi, í fyrsta sinn um ævina!

*Skilgreining á því að vera utan af landi: Sá/sú sem lítur alltaf út um gluggann þegar hann/hún heyrir sírenuvæl, til að sjá hver var að slasa sig/brjóta lög/brenna húsið sitt. Í Reykjavík er þetta tilgangslaust þar sem enginn þekkir neinn.

Eða

*Önnur skilgreining á því að vera utan af landi: Að vera ekki frá stórreykjavíkursvæðinu.

Maður ræður sjálfur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.