mánudagur, 20. júlí 2009

Fyrir stuttu síðan missti ég þvag af hrifningu á Vodafone auglýsingunni fyrir Risafrelsi. Blandan af tæknibrellum, gríðarfögrum dömum og stórkostlegu lagi, sem gert var af Don Pedro, fangaði skilningarvit mín.

Don Pedro hafði bara snarað fram þessum 50 sekúndna tónbút eins og ekkert væri. Hér er auglýsingin:



Vegna áskoranna frá áhorfendum ákvað Don Pedro að lengja lagið og nú er það tilbúið; lagið Big með Suzy Thunder:


Hvers vegna Don Pedro ákvað að gera frekar slappt hommapopp úr þessu góða techno lagi mun ég aldrei skilja.

[Hér er hægt að niðurhala laginu í góðum gæðum]
[Hér er textinn. Hann er eftir Halldór Laxness]

Viðbót:
Hér er Louis CK að tala um bloggfærslu mína að ofan. Allt er stórkostlegt og enginn er hamingjusamur.


Mér þykir leitt að vera hluti af þessari vanþakklátu kynslóð. Ég þakka hérmeð fyrir lagið, sem er fríkeypis og ég get ekki hætt að hlusta á.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.