sunnudagur, 26. júlí 2009

Þetta er að frétta:

Nýr nágranni
Í gærnótt ætlaði ég að skjótast úr húsi til að versla mér heróín (eða nammi) í Hagkaup. Þegar ég opnaði útidyrahurðina var kónguló búin að smíða stærðarinnar vef í dyragættinni. Þetta samtal átti sér þá stað:

Kónguló: "Góða kvöl...."
*Ég sló hana í andlitið með hnefanum svo hún flaug fram af 2. hæð*
Ég: "GÓÐA KVÖLDIÐ!"
*Munnvatn frussast í allar áttir, slík var bræðin*

Bíóferð
Í kvöld fór ég í bíó á sænsku myndina Män som hatar kvinnor (Ísl.: "Karlmenni sem hata kellingatussur") í lúxussal, hvorki meira né minna. Löng saga stutt: Góð mynd!

Lengi útgáfan: Með betri myndum sem ég hef séð á árinu (af ca 100 myndum). 3,85 stjörnur af 4.

Klækir
Með hjálp klækja og einbeittum brotavilja komst ég yfir nokkur lög með hinum stórkostlega tónlistarmanni Siriusmo, sem er ungur piltur frá Þýskalandi. Hér eru tvö lög sem ég get ekki hætt að hlusta á:

Uppáhaldslagið mitt í dag; Nights/Nights off.



Lizi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.