fimmtudagur, 23. júlí 2009

Ég upplifði kvikmyndasenu úr mjög ódýrri gamanmynd í morgun þegar ég vaknaði. Svona var handritið ca:

ÖNNUR HÆÐ Í LAUFVANGI 1. 85 FM ÍBÚÐ.

Finnur gengur fram úr herberginu sínu á nærbuxum einum fata klukkan 8:30 eftir að hafa verið vakinn af hávaðasömum verktökum sem hafa verið að ditta að húsinu síðustu daga. Hann fer í eldhúsið og opnar ísskápinn. Í eldhúsinu er verktaki, búinn að fjarlægja stærðarinnar rúðu úr eina glugga eldhússins.

Finnur lítur á verktakann og aftur í ískápinn.

Finnur (syfjaður)
Góðan dag

Verktaki (undrandi)
Góðan daginn

Finnur lítur mjög snökkt aftur á verktakann, glaðvaknaður.

Finnur (glaðvakandi)
HUH!

Verktaki blikkar skælbrosandi. Finnur yppir öxlum og linsan verður að hring í kringum andlitið á honum. Finnur blikkar. Hringurinn lokast. Klúðurslegur trompet hljómar.

SENA

Standandi lófatak.

Spoiler alert: Verktakinn var með lykla að íbúðinni og datt ekki í hug að fólk væri sofandi út til kl 8 að morgni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.