Það er óþarflega lítið að frétta þessa dagana nema ein frekar stór frétt.
Í nótt, nánar tiltekið í hálfleik á NBA leik sem sýndur var á NBA TV, ákvað ég að fara í smá leiðangur í Hagkaup í Garðabæ.
Þar spottaði ég frekar stóra nammihjörð á beit. Ég læddist að henni með vopn og náði að salla hana niður. Svo bar ég fenginn heim í hellinn, þar sem ég úrbeinaði hann og át þar til ég for í sykursjokk, fékk ranghugmyndir og ofskynjanir.
NBA leikurinn fór blóm gegn litadýrð, eftir framlengingu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.