Þegar ég kom heim í kvöld, klukkan 22:45, eftir að allar verslanir í nágrenninu lokuðu datt mér í hug að fá mér að borða þar sem ég hafði ekki borðað síðan í hádeginu.
Af illri nauðsyn opnaði ég ísskápinn. Þar fann ég eftirfarandi útrunnið:
* Mjólk.
* Hrásalat.
* Egg.
* Remúlaði.
* Sinnep.
* Hamborgarasósu.
* Kokteilsósu.
* Kasúldinn lauk.
* Kex.
* Rjóma.
Ég fann einnig margt sem ég vissi ekki að gæti runnið út eins og:
* Hóstasaft.
* Tómatsósu.
* Áfengi.
* Smjör.
Efirfarandi var ekki útrunnið:
* Sulta.
* Mozarellaostur.
* Vatnsbrúsi.
Þá fór ég í þurrvöruskápinn og fann eftirfarandi:
* Tóman Cheerios pakka.
* Útrunninn Guld korn pakka.
* Útrunnið krydd (!!).
* 3 útrunna núðlupakka.
* 2 óútrunna núðlupakka.
* Útrunnið tortellini (fyrir meira en ári síðan).
* Útrunnið hamborgarabrauð.
Ég bjó mér því til núðlur í mozarella osti.
Þrennt má læra af þessu:
1. Tíminn líður mun hraðar en mig minnti.
2. Það er alltaf eitthvað til að borða.
3. Veisla er framundan hjá flækingunum á ruslahaugunum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.