Ég hef sérstaklega gaman af því að fylgjast með öðru fólki og hlæja að því, þar sem það gerir alltaf eitthvað heimskulegt. Af hverju? Sennilega af því það er svo heimskt.
Í gær var ég skemmtun margra í ræktinni þegar ég kom úr salnum löðrandi í svita og komst ekki úr alltof þrönga bolnum mínum. Eftir ca hálfa mínútu af allskonar tilfærslum við að fara úr honum festist ég endanlega. Mér tókst þó að lokum að rífa hann af mér.
Nokkrir áhorfendur vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta en ákváðu svo að hlæja þegar þeir sáu að ég var grátandi.
Þá vitiði hvað karma er.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.