fimmtudagur, 19. mars 2009

Nokkur kvót úr mínu daglega lífi:

Ónefndur karlmaður: "Ég fékk mér fiskinn í mötuneytinu áðan og þurfti að skera úr mér magann á eftir svo ég dræpist ekki úr ógeði."

Ónefndur karlmaður: "Guðrún. Ég og þú. Ein og hálf mínúta."
Guðrún: "Ertu svona snöggur?"
Ónefndur karlmaður: "Ég eyði ekki meiri tíma í konu eins og þig."

Ónefndur karlmaður: [Við hóp af fólki] "Guðrún er mesta naðra sem ég þekki!"
Guðrún: "Ég var ekkert að stela af þér!"
Ónefndur karlmaður: "Ef ég væri maðurinn þinn myndi ég berja þig."

Guðrún gengur inn í fullt herbergi af fólki.
Ónefndur karlmaður: "Guðrún, ég hugsa að ég myndi alveg taka hring á þér."
Guðrún: "VÚHÚ!"

Öll raunveruleg nöfn eru tekin út og skálduð sett í staðinn. Ég er ekki þessi ónefndi aðili. Ég er náunginn sem hlær í 5 mínútur eftir hvert atriði.

Og þetta er alltaf sagt í góðu sprelli, svo það sé á hreinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.