miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Hróður þessa bloggs fer víða. Svo víða að næsta íbúð fyrir ofan mína les það greinilega.

Ég hef löngum ritað um vandamál mitt með að vakna á morgnanna. Í morgun brá nágranni minn á það ráð að bora í vegginn hjá sér klukkan 8 um morgun svo herbergið mitt skalf og nötraði í amk hálftíma.

Fyrir vikið neyddist ég til að mæta í vinnuna á ca réttum tíma. Takk, mest pirrandi nágranni í heimi!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.