mánudagur, 19. janúar 2009

Mér finnst ótrúlega þægilegt að bæta "etc." við upptalningu hjá mér eða sögur sem mér finnst augljóst hvernig enda.

Ástæðurnar eru eftirfarandi:

1. Það lætur mig líta mjög gáfulega út, þar sem þetta er útlenska (etc = et cetera (latína eða pólska og þýðir o.sv.frv.)).
2. Það bjargar mér yfirleitt frá vandræðalegri þögn.
3. Það lætur lista, sem eru venjulega fullkláraðir, líta út fyrir að vera lengri en þeir eru.
4. Þetta orð kemur alltaf á óvart í lok setningar eða upptalningar.
5. Fínt umræðuefni í partíum, veislum etc.
6. Etc.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.