fimmtudagur, 8. janúar 2009

Hér er það helsta sem ég hef verið að gera í dag í formi smásagna:

Vikulegur
Vikulegir lesendur þessarar síðu eru að rokka á milli 135-200 manns. Þú last rétt. Þú, lesandi góður, rokkar! Að því gefnu að þú sért vikulegur.

Vegabréf
Nýlega rann vegabréfið mitt út sem þýðir að ég þarf að sækja um nýtt. Á því nýja hef ég ákveðið að skrá hæð mína í ljósárum. 0,000000000000000193 ljósárum nánar tiltekið.

Ég hlakka til að lenda í slagsmálum við afgreiðsludömuna yfir þessu, að því gefnu að hún sé fíngerð.

2*Álag
Í dag var ég að vinna verkefni fyrir deild innan fyrirtækisins. Það var talsvert álag á mér að klára verkefnið fyrir klukkan 17. Þegar ég var í miðjum klíðum var ég beðinn um að vinna annað verkefni og klára það fyrir 17. Þetta var annað álagið sem ég vann undir fyrir klukkan 17.

Ég vann því undir álögum í dag í fyrsta sinn á ævinni. Það er ekki jafn slæmt og í ævintýrunum. Ég losnaði undan þeim rétt um kl 17 og hætti þarmeð að froðufella úr stressi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.