þriðjudagur, 27. janúar 2009

Ég hef fengið nýtt viðurnefni í vinnunni. Áður en lengra er haldið skal farið yfir þau viðurnefni sem ég hef fengið:

1. Fjöldamorðinginn í horninu
Ég sit í horni hæðarinnar. Einn daginn mætti ég nánast með alskegg, vegna leti. Ennfremur var ég frekar þreyttur. Ég heyrði sölumann spyrja annan hvort hann þyrfti að tala við 'fjöldamorðingjann í horninu' til að fá tölur.

2. E-pillu Finnur
Fékk þetta af því ég er svo æstur í vinnunni. Líklega kaldhæðni.

3. E-töflu Finnur
Uppfærsla á síðasta gælunafni, þar sem ég vinn mikið í Excel töflureikni.

4. Finnur
Þetta er ég kallaðu þegar vantar gögn.

5. Snillingur
Þetta er ég kallaður þegar ég skálda viðurnefni á mig, af ímynduðu vinum mínum.

Og það nýjasta:

6. GI Joe
Þetta var ég kallaður í gær af hópi samstarfsmanna. Gæti tengst dýrslegu vaxtarlagi mínu og þeirri staðreynd að ég er ber að ofan og olíuborinn í vinnunni í dag. Eða bara kaldhæðni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.