þriðjudagur, 2. desember 2008

Það munaði mjög litlu að bíll hefði keyrt yfir mig í dag þegar ég gekk yfir gangbraut. Til allrar hamingju náði ég að stökkva frá í tæka tíð.

Þetta er í þriðja skiptið í dag sem ég lendi í svona háska.

Í nótt munaði engu að ég hefði ekki vaknað. Ég vaknaði þó klukkan 9:00, mjög feginn því að vera á lífi.

Svo munaði engu að ég hefði misst lappirnir þegar ég handfjatlaði sög um miðjan dag. Ég ákvað þó að leggja hana frá mér án þess að saga lappirnar af.

Svona dagar fá mann til að hugsa hve stutt þetta líf er og viðkvæmt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.