mánudagur, 8. desember 2008

Það er komið að þriðja hluta sparnaðarráða Finns Viðskiptafræðings:

1. Keyrðu allt.
Því meira sem þú hreyfir þig, því meira þarftu af orku. Til að fá orku þarftu að borða. Matur er rándýr í óðaverðbólgunni.

Bensín er að snarlækka í verði með hverri mínútunni sem líður, gróflega áætlað. Sparaðu peninginn sem fer í að kaupa mat og verslaðu bensín í staðinn. Keyrðu svo allt sem þú ferð, sama hversu stutt það er.

2. Farðu mjög oft til læknis.
Farðu eins oft til læknis og þú mögulega getur. Eftir talsvert háa upphæð áttu rétt á afsláttarkorti frá Tryggingarstofnun sem dugar út árið. Því fyrr sem þú færð afsláttarkortið, því betra.

Eftir það færðu 50% afslátt af öllum læknaferðum.

3. Hættu að eyða peningum.
Rannsóknir hafa sýnt að því minna sem þú eyðir, því meira spararðu, að öllu óbreyttu. Eyddu því minna og ef þú ert heppin(n) þá muntu spara.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.