laugardagur, 22. nóvember 2008

Á laugardögum eru körfuboltaæfingar hjá mér klukkan 10:30. Að morgni!

Ég mætti á æfingu í morgun en þar með er ekki öll sagan sögð. Enginn hefur nokkurntíman fórnað jafn miklu og ég fyrir þessa körfuboltaæfingu.

Mig dreymdi þessa dömu í alla nótt og hefði líklega haldið því áfram ef ég hefði bara slökkt á öllum 7 vekjaraklukkunum. Ég fer ekki ekki nánar út í drauminn af ótta við að fólk missi vitið úr frygð.

Allavega, hér eru aðsóknartölur síðustu þrjá daga á þessa síðu:

19.11.08: 61 gestur.
20.11.08: 61 gestur.
21.11.08: 61 gestur.

Vinsamlegast verið aðeins frumlegri í dag, helst með hærri tölu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.