sunnudagur, 2. nóvember 2008

Helstu fréttir helgarinnar:

* UMFÁ sigraði HK á laugardaginn, 67-52 í andstyggilegum leik. Hér er tölfræðin.

* Vegna kreppunnar hefur gestaleikara Veftímaritsins Við Rætur Hugans, Jónasi Reyni, verið sagt upp störfum. Hann flytur aftur austur á land í fyrramálið. Veftímaritið þakkar vel unnin störf síðustu 3 mánuði, sem orsakað hefur 23% aukningu í aðsókn á síðuna.

* Ég náði ekki að versla hálft kíló af nammi í nammilandi á laugardaginn. Ég skalf því og svitnaði þann daginn, mestmegnis í óminni. Gott ef ég rændi ekki gamla konu síðar um kvöldið.

* Mig dreymdi að Beyoncé Knowles væri kærasta mín í nótt. Hún var mjög vergjörn en ég hafði engan tíma fyrir syndina, þar sem ég þurfti að drepa drauga sem ásóttu okkur.

* Mér tókst næstum að sannfæra stelpu um að ég væri 17 ára í partíi um helgina. Hún trúi bara seinni hlutanum, að ég væri í partíi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.