þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Í gær fór ég í Kaupþing/KB Banka/Búnaðarbankann og skilaði 25% Visakortanna minna þar sem ég notaði það ekkert. Ég var mjög ánægður með að létta buxurnar um ca 0,004% og minnka rassinn á mér um 0,000000074% þar sem það var geymt í rassvasanum.

Síðar sama dag barst mér bréf frá Tryggingastofnun. Samkvæmt þeim hef ég eytt nógu miklu í lækna til að fá afsláttarkort út árið (sem þyngir buxur og stækkar rassinn aftur). Sjaldan hefur mér liðið jafn mikið eins og aumingja. Nokkrar athugasemdir:

* Fjáreyðsla mín til lækna taldi bara heimsóknir til sérfræðinga vegna fótanna á mér, sem í eru verkir þegar á reynir.
* Þrátt fyrir að hafa eytt morðfjár í þessa sérfræðinga eru hvorki ég né læknarnir neinu nær hvað er að mér. Peningum vel eytt.
* Ég gafst upp á þessum sérfræðingum fyrir 4 mánuðum síðan. Ályktun: Tryggingastofnun vinnur hratt og vel.

Til að taka þetta saman: Ég hef eytt morðfjár í lækna án þess að fá neitt svar. Ég býð öllum til læknis með nýja afsláttarkortinu!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.