fimmtudagur, 27. nóvember 2008

Ég hef fengið nóg af því að fólk segi mér að kíkja til læknis vegna lappanna á mér, sem láta ekki af stjórn þegar á reynir.

Hér er það sem gerst hefur í læknaferðum mínum bara á þessu ári. Og er þetta í síðasta sinn sem ég nefni þessar náttúruhamfarir sem fæturnar á mér eru.

* Ég fór til heimilislæknis í byrjun árs. Hann sendi mig til taugasérfræðings.

* Ég fór til taugasérfræðings 2 mánuðum síðar. Hann sendi mig í taugaleiðnipróf.

* Ég fór í taugaleiðnipróf mánuði síðar. Hann sendi mig aftur til taugasérfræðingsins án svara.

* Ég fór til taugasérfræðings mánuði síðar. Hann sendi mig í myndatöku á hrygg.

* Ég fór í myndatöku nokkrum vikum síðar.

* Ég fékk símtal frá taugasérfræðingi nokkrum vikum síðar. Hann sendi mig til sjúkraþjálfara.

* Ég fór til sjúkraþjálfara viku síðar og fjórum sinnum næstu 2 vikurnar án þess að það gerði gagn. Hann sendi mig aftur til taugasérfræðingsins.

* Taugasérfræðingurinn hættir að svara símtölum frá mér. Ég gefst upp.

Niðurstaða: mínus ca 30.000 krónur og ég engu nær. Og þetta tók ekki nema 8 mánuði. Sá næsti sem stingur upp á ferð til læknis fær högg í gagnaugað, að því gefnu að sá hinn sami verjist ekki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.