mánudagur, 17. nóvember 2008

Ég er mikið fyrir listaverk, einkum og sér í lagi málverk. Ég á myndarlegt málverkasafn sem ég hef beðið með að stækka vegna kreppunnar.

En í fyrradag rakst ég á listaverk sem ég varð að eignast. Ég gerði mér grein fyrir að kaupin myndu rugla upp fjárhagsáætlunum næsta ársfjórðunginn en samt rétti ég fram VISA kortið, jóðlandi yfir heppninni að hafa fundið það.

Hér má sjá listaverkið.

Og hér má svo sjá málverkasafnið mitt í heild sinni.

Viðbót: Ég var að komast að óvæntri viðbót: Það kemur súkkulaði úr þessu listaverki!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.