föstudagur, 14. nóvember 2008

Í fréttum er þetta helst:

* Ég fann mig tilknúinn að uppfæra fjórfara Beggu Klöru í ljósi nýrra upplýsinga. Kíkið á nýja meðlim fjórfaranna hér. Verið annað hvort nýbúin að pissa eða í bleyju, því uppfærði fjórfarinn er hot hot hot hot etc.

* Í kvöld (föstudagskvöldið 14. nóvember 2008) klukkan 20:30 mun UMFÁ mæta liðinu Lazershow í utandeild Breiðabliks. Ef Lazershow eru jafn góðir og nafnið gefur til kynna ættu þeir að sigra með um 2.500 stigum. Leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis peningalega, en smá bútur úr sál hvers og eins er krafist við inngang.

* Kreppan hefur hafið innreið sína í líf mitt. Í kvöld borðaði ég bara tvö Risahraun vegna lausafjárskorts.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.