þriðjudagur, 4. nóvember 2008

Eitt það mest óþolandi fyrirbæri í heimi eru svokölluð bloggklukk. Það virkar þannig að eitthvað er gert á blogginu (t.d. spurningalista svarað) og svo eru aðrir bloggarar klukkaðir í að gera það sama.

Aðeins eitt er meira óþolandi og það er að vera aldrei bloggklukkaður. Þannig að ég tek til minna ráða. Ég svara klukki, þó ég hafi aldrei verið klukkaður, andskotinn hafi það.

Listinn er eftirfarandi:

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
* Verkstjóri í unglingavinnu Fellabæjar.
* Ritari á heilsugæslu Egilsstaða.
* Fulltrúi á Skattstofu Austurlands.
* Sérfræðingur á tölfræðisviði 365.

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á
* Sódóma Reykjavík.
* Reykjavík - Rotterdam.
* Brúðguminn.
* Skytturnar.

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á
* Hallormsstaður.
* Trékyllisvík.
* Fellabær.
* Reykjavík.

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
* Egilsstaðir.
* Ítalía.
* Minneapolis.
* Rúmið mitt.

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
* Dexter.
* House.
* Arrested Development.
* NBA Action.

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega
* www.ijbl.net
* www.facebook.com
* www.mbl.is
* www.google.com/reader

7. Fernt matarkyns sem ég held upp á
* Risa hraun.
* Soyaborgarar.
* Cheerios.
* Núðlur í mozarella osti.

8. Fjórar bækur/blöð sem ég held upp á/les oft
* Dexter, fyrstu tvær.
* Tricks of the mind eftir Derren Brown.
* Lifandi vísindi.
* Facebook.

9. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna
* Rúmið mitt.
* Vinnunni.
* Á auðum körfuboltavelli.
* Á sólarströnd, nánar tiltekið í vatnsleikjagarði.

10. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka
* BB King.
* Kolla systir.
* Jónas.
* Hjálmar (ekki hljómsveitin).

Þið sem klukkuðuð mig ekki; hvað eruð þið enn að gera hérna? Þið eruð ekki velkomin lengur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.