þriðjudagur, 21. október 2008

Í ljósi skugga kreppu get ég illa sofið nema ég opni nýtt horn á þessu bloggi, hið svokallaða Sparnaðarráð Finns hornið. Ég byrja á tveimur sparnaðarráðum:

* Slökkvið á öllum ofnum í húsinu.
Það verður kannski kalt í íbúðinni, sérstaklega í vetur, en með þessu þarf enga klaka út í kókglasið til að halda kókinu köldu. Það fer talsvert af orku í að frysta svona klaka í frystinum.

* Ráð fyrir tattoo elskendur.
Ef þú ætlar að fá þér tattoo á næstunni er hér eitt sparnaðarráð. Fylgið eftirfarandi skrefum:

1. Grenntu þig niður í skinn og bein.
2. Fáðu þér agnarsmátt tattoo og borgaðu mjög lítið fyrir.
3. Fitaðu þig eins og þú mögulega getur.
4. Voilá! Tattooið er orðið risastórt fyrir smápeninga.

Þá er þessum fyrsta þætti af Sparnaðarráðum Finns lokið. Fylgist með spennandi ráðum í framtíðinni, ókeypis, hér á síðunni!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.