miðvikudagur, 8. október 2008

Andleysi = Kvikmyndagagnrýni.
Mikið andleysi = Kvikmyndagagnrýni síðasta mánuðinn.

Hér er listi yfir myndir bíóhúsanna og umsögn:

Babylon A.D.
Hef ekki séð hana. Vísindamenn, byssur, sprengjur og morð. Mig langar að sjá hana.

Burn After Reading
Nýja Cohen myndin. Fjallar um vesen hjá CIA sem tengist mútum, framhjáhaldi, lítaaðgerðum, ævisögu og Barða Hamar. Vel leikin, þó Frances McDormand sé orðin þreytt. Það vantar þó talsvert upp á hjá Cohen að þessu sinni (hint: kynlífssenu).
2 stjörnur af 4.

Charlie Bartlett
Ungur, ríkur og úrræðagóður drengur fer í nýjan skóla, þar sem hann er alltaf rekinn fyrir að afla sér vinsælda með ólöglegum hætti. Mjög öðruvísi mynd. Anton Yelchin, sem leikur Charlie Bartlett mun líklega verða næsti Bob Hope, eða einhver.
Ágætis afþreying í mesta lagi.
2 stjörnur af 4.

Death Race
Kreppan er skollin á í Bandaríkjunum og fangelsin afla sér fjár með raunveruleikakappakstri þar sem keppendur geta dáið. Sirka myndin Running man + bílar. Mjög raunveruleg mynd, eftir að kreppan braust út öskrandi.
12 sprengjur í myndinni, sem gera 2,5 stjörnur af 4.

Journey to the Center of the Earth
Hef ekki séð hana.

Mamma Mia
Karlmenn mega ekki sjá hana. Samtök gagnkynhneigðra banna það.

Mirrors
Hef ekki séð hana og mun líklega aldrei fara á hana. Á erfitt með að finna einhvern sem vill fara með mér pissublautum úr bíósalnum.

Pathology
Hef ekki séð hana. Ég mun líklega ekki sjá hana. Viðbjóður, að sögn. En ég veit ekki. Mér finnst Milo Ventimiglia ekki það ógeðslegur. Svo er ég ekki rasisti.

Pineapple Express
Dóphaus í vinnu(!!) verður vitni að morði. Upp hefst æsilegur eltingaleikur. Fyndin mynd en eins og alltaf frá þessum handritshöfundi finnst mér eitthvað vanta (t.d. kynlífssenu). Trailerinn fyrir myndina er eiginlega betri en myndin.
Allavega, fín afþreying.
2 stjörnur af 4.

Reykjavík - Rotterdam
Skuldum vafinn fyrrum glæpamaður og fjölskyldufaðir ákveður að smygla áfengi (af öllu sem hægt er að smygla) frá Hollandi til að borga íbúð og bjarga bróður konu sinnar frá því að vera settur í pappírstætara af handrukkurum.
Vel gerð og leikin mynd, spennandi og skemmtileg, þó sagan sé ótrúverðug á köflum. Það er ekki oft sem maður heldur með einhverjum í íslenskri mynd, en það gerðist þarna við mikinn pirring viðstaddra bíógesta.
3,5 stjörnur af 4.

Step brothers
Will Ferrell mynd. Hann á stjúpbróðir í þessari mynd. Afþreying, ekkert meira.
1,5 stjarna af 4.

Sveitabrúðkaup
Fólk ætlar að gifta sig í sveit. Taka rútur þangað og villast. Ef einhver hefði bara spurt út í nafnið á sveitabænum þar sem brúðkaupið átti að fara fram þá hefði þessi mynd ekki þurft að verða til.
Rosalega vond mynd. Bæði leiðinleg og uppfull af drama, sem er ekki fyndið.
4 stjörnur af 250.000.

Tropic Thunder
Prímadonnuhollywoodleikarar eru fluttir til Víetnam til að ná raunverulegri senum. Mjög fyndnir leikarar, sérstaklega Jack Black, í skondnum söguþræði. Tom Cruise stelur senunni í aukahlutverki. Eitthvað vantar þó, eins og alltaf. Í þessu tilviki bæði dans- og söngvasenu ásamt væmnu ástaratriði.
2,5 stjörnur af 4.

Wild Child
Hef ekki séð þessa virðulegu mynd en OMG mig langar gegt ekkva að sjá hana, skiluru. P.s. not.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.